Hágæða hótelstarfsemi á einstökum stað

Silica hótel

Segja má að Silica Hotel sé falin perla í íslenskri ferðaþjónustu. Hótelið hefur notið mikilla vinsælda hjá erlendum gestum undanfarin ár og nánast verið uppbókað árið um kring. Bókanir á hótelinu fyrstu tvo mánuði ársins voru svipaðar og árið á undan og má því segja að árið hafi lofað góðu. En með tilkomu þeirra ferða- og fjöldatakmarkana sem settar voru í mars vegna Covid-19, brustu forsendur fyrir áframhaldandi rekstri Silica Hotel.

Silica Hotel opnaði á ný í júní þegar dregið hafði verið úr samkomutakmörkunum. Megináherslan var lögð á að höfða til innlendra ferðamanna þar sem gestum var boðið upp á einstaka upplifun á Silica Hotel; matarupplifun á Lava Restaurant og Moss Restaurant; notalega stund í Bláa Lóninu eða magnaða spa-upplifun í Retreat Spa.

Íslenskir ferðamenn tóku Silica Hotel opnum örmum auk þess sem nokkur fjöldi erlendra ferðamanna, einkum Danir og Þjóðverjar, heimsóttu hótelið seinni hluta sumars.

Retreat hótel

Rekstur Retreat Hotel fór afar vel af stað á árinu og jókst fjöldi seldra herbergja verulega milli ára á fyrstu tveimur mánuðum ársins. En heimsfaraldurinn setti svo mark sitt á það sem eftir lifði ársins eins og hjá öðrum rekstrareiningum félagsins.

Retreat Hotel opnaði aftur í júnímánuði og var þá ákveðið að bjóða Retreat Hotel upplifunina á sérstöku kynningarverði sem mæltist vel fyrir á innanlandsmarkaði. Vel tókst til að ná til þess markhóps á Íslandi sem Retreat upplifunin höfðar til og hafa sumir gestanna komið oftar en einu sinni á þessum stutta tíma.

1-hv
2-hv
3-hv

Start typing and press Enter to search