Húðvörur
,,Jarðsjórinn er ríkur af eftirsóknarverðum lífvirkum efnum; steinefnum, kísil og örþörungum, sem styrkja og vernda húðina og eru því lykilhráefni í húðvörum Bláa Lónsins ”
Lækningamáttur Bláa Lónsins varð fólki fyrst ljós þegar forvitnir heimamenn hófu að baða sig í heillandi lóninu. Böðun í heitum jarðsjónum veitti vellíðan og hafði góð áhrif á húðina. Lónið varð fljótlega rannsóknarefni fjölmargra vísindamanna. Rannsóknir leiddu í ljós að lónið hefur lækningamátt og vistkerfi þess er einstakt á heimsvísu. Bláa Lónið er á lista National Geographic sem eitt af undrum veraldar vegna einstakra einginleika jarðsjávarins. Jarðsjórinn er ríkur af eftirsóknarverðum lífvirkum efnum; steinefnum, kísil og örþörungum, sem styrkja og vernda húðina. Jarðsjórinn og lífvirk efni hans eru lykilhráefnin í húðvörum Bláa Lónsins.
Húðvörulínur Bláa Lónsins
Spa vörulína
Byggir á nærandi og styrkjandi eiginleikum jarðsjávar Bláa Lónsins. Vörulínan inniheldur andlitsmaska, hárvörur og baðvörur. Einstök vörulína sem færir Bláa Lóns upplifunina heim. Bláa Lónið hefur löngum verið þekkt fyrir hvíta kísilinn og var hugmyndin að fyrstu vörunni, Silica Mud Mask, sem kom fyrst á markað árið 1995 og hefur verið vinsælasta vara Bláa Lónsins frá upphafi.
Meðferðarvörulína
Meðferðarvörulína Bláa Lónsins er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð og þá sem þjást af endurteknum húðkvillum, svo sem þurrki og ertingu í húð. Meðferðarvörurnar eru verndandi og fyrirbyggjandi, og án ilmefna. Þær hafa verið notaðar með góðum árangri í Lækningalind Bláa Lónsins síðan 1994. Í Lækningalind Bláa Lónsins er boðið upp á viðurkennda náttúrulega psoriasismeðferð undir eftirliti húðsjúkdómalæknis og hjúkrunarfræðings.
BL+
Vörulínan byggir á BL+ COMPLEX,sem er nýtt byltingarkennt innihaldsefni og er einstök blanda hinna lífvirku örþörunga og kísils Bláa Lónsins umlukin náttúrulegri fosfólípíðferju sem flytja virku efnin djúpt í efsta húðlagið. Að auki innihalda vörurnar önnur þekkt lífvirk efni sem vinna gegn öldrun húðar svo sem C-vítamín og hýalúransýru. BL+ vinnur gegn öldrun húðar og bætir heilbrigði hennar. Vísindi, virkni, sjálfbærni – vörulínan kom á markað 2021 og er hún afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu á lífvirkni og lækningamætti Bláa Lónsins. Öflugar formúlur sem bygga á byltingakenndri líftækni og brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. BL+ kemur djúpt úr iðrum jarðar, fer djúpt í vísindin og djúpt niður í húðlögin.