Lækningalind

„Húðmeðferðir Bláa Lónsins í lækningaskyni er mikilvægur hluti starfsemi félagsins“

Lækningalind

Lækningastarfsemi er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins þar sem hún er samofin sögu þess. Frá 1994 hefur Bláa Lónið boðið upp á meðferð við psoriasis sem byggir á einstökum lækningamætti jarðsjávar Bláa Lónsins og notkun meðferðarvara Blue Lagoon Skincare.

Á síðasta ári veitti Bláa Lónið íslenskum sóríasis-sjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku rétt eins og undanfarin ár. Fjöldi meðferðarskipta á árinu voru 1.640. Í venjulegu árferði hafa meðferðarskiptin verið að jafnaði um 3.000 á ári, en röskun hefur verið á starfsemi Lækningalindarinnar vegna Covid-19 og var hún lokuð í apríl og maí, þá var henni lokað aftur í október og út árið. Gert er ráð fyrir að opna aftur í apríl 2021.

Start typing and press Enter to search