Mannauður

 „Saman stöndum við sem ein liðsheild, sigrumst á áskorunum og verðum sterkari fyrir vikið, til að bjóða gestum okkar óaðfinnanlega þjónustu eins og alltaf.

Fáir vinnustaðir á Íslandi bjóða uppá jafn mikla breidd af störfum og Bláa Lónið. Fjölbreytnina má rekja til þess að Bláa Lónið er með víðtæka starfsemi á ólíkum sviðum sem tengjast þó innbyrðis.

Mannauður er dýrmætasta auðlind fyrirtækisins en hann er undirstaðan að einstakri upplifun gesta og framlag starfsfólksins tryggir áframhaldandi velgengni fyrirtækisins.

Bláa Lónið kappkostar að veita öllum gestum sínum framúrskarandi vörur og þjónustu.

Starfsfólk – 2020

0
Meðalfjöldi stöðugilda
0
Meðalaldur starfsfólks

Nærsamfélagið = Reykjanesið: Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Vogar
Fjærsamfélagið = Allir aðrir sem búsettir eru annars staðar en á Reykjanesi

Bláa Lóninu er mjög umhugað um heilsu og vellíðan starfsfólks og styður við heilbrigðan lífstíl þeirra með ýmsu móti, til að mynda með því að bjóða uppá kort í líkamsrækt, heilsustyrk, skipulagðar gönguferðir, jóga og hugleiðslu tíma, aðgang að sálfræðiþjónustu og ýmislegt fleira. Einnig fær starfsfólk ríkulegan afslátt margskonar vörum, þjónustu og afþreyingu bæði hjá Bláa Lóninu sem og hjá samstarfsaðilum þess.

Loforð Bláa Lónsins er að skapa minningar (We create memories), jafnt í leik og starfi og stóð mannauðsdeild í samstarfi við starfsmannafélag fyrirtækisins að ýmsum skemmtilegum viðburðum, uppákomum og hópefli á árinu 2020 með það að markmiði að þétta starfsmannahópinn og skapa ógleymalegar minningar saman.

Gildi Bláa Lónsins

Gildi Bláa Lónsins eru samofin menningu fyrirtækisins en gildin snúa bæði að starfsfólki sem og gestum.

UMHYGGJA:
Vellíðan og öryggi gesta og starfsfólks skiptir okkur öllu máli. Okkur er annt um hvort annað og við kappkostum að skapa öruggan og heilbrigðan vinnustað.

GLEÐI:
Við sköpum gleði og hámörkum upplifun gesta okkar og líka hvers annars. Við skemmtum okkur saman í vinnunni og utan hennar.

VIRÐING:
Við berum virðingu fyrir umhverfi og einstakri náttúru í kringum Bláa Lónið. Við berum virðingu fyrir hvort öðru og fyrir menningarlegum bakgrunni gesta og starfsfólks.

OKKAR LOFORÐ:
Hvern einasta dag sköpum við minningar sem gestir okkar frá öllum heimshornum taka með sér heim. Saman sköpum við ógleymanlegar minningar í leik og starfi.

Horfum fram á veginn

Á árinu 2021 verður lögð áhersla á að halda vel utan um og hlúa vel að starfsmannahópnum og viðhalda góðri vinnustaðamenningu fyrirtækisins.

Þjálfun og fræðsla starfsfólks er lykilþáttur í velgengni Bláa Lónsins. Skýr fræðsluáætlun gefur öllu starfsfólki jöfn tækifæri til að bæta hæfni sína og auka þekkingu í starfi. Öflug þjálfun og fræðsla fyrir alla starfsmenn verður í forgrunni á árinu 2021 og má þar til að mynda nefna leiðtogaþjálfun sem verður sett á laggirnar í lok mars og verður kennd í nokkrum fösum allt til loka árs 2021. Markmiðið með þjálfuninni er að efla leiðtogahæfni stjórnenda í að virkja og hvetja starfsfólk til að ná hámarksárangri í störfum sínum. Ímynd og vörumerki fyrirtækisins verður haft í forgrunni við þjálfun starfsmanna. Rafrænt fræðslukerfi, Eloomi, eykur sveigjanleika og aðgengi starfsfólks að ítarlegu fræðsluefni og styður við stöðugar umbætur í fræðslumálum og starfsþróun.

Áhersla verður lögð á að bæta þekkingu starfsfólks á tæknilegum innviðum í þeim tilgangi að auka þjónustu-upplifun gesta. Skilgreint verður hvar tæknilegir innviðir geta stutt betur við þjónustuframboð félagsins og hvar mannlegi þátturinn er ómissandi. Í því samhengi verður skilgreindur tæknilegur leiðtogi innan hverrar einingar, sem mun hafa það hlutverk að miðla tækniþekkingu til starfsfólks. Miðlæg fræðsla og innleiðing á nýjum hugbúnaði verður í höndum mannauðssviðs og upplýsingatæknisviðs & stafrænnar þróunar.

Bláa Lónið vinnur ötult að því að tryggja jafnrétti meðal starfsmanna sinna og hyggst vinna enn betur að því á árinu 2021. Félagið hefur markað sér jafnréttisáætlun sem miðar að vellíðan í starfi og að jafnrétti sé virt í hvívetna. Bláa Lónið fór nú í janúar síðastliðinn í þriðja sinn í gegnum úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins en sú úttekt var frávikalaus.

Viðeigandi þekking og rétt þjálfun í kjölfar slysa getur bjargað mannslífum. Skyndihjálparnámskeið eru því í boði fyrir allt starfsfólk Bláa Lónsins og ítarlegri öryggisnámskeið og sundpróf fyrir þá sem starfa í öryggisgæslu.

Heilsa og öryggismál

Líkamleg heilsa og andlegt jafnvægi er grunnurinn að vellíðan í leik og starfi. Starfsfólki býðst gott tækifæri til þess að stunda reglulega líkamsrækt og efla andlega heilsu. Auk þess er boðið upp á tíma hjá trúnaðarlækni eftir þörfum, heilsufarsmælingar og inflúensubólusetningar.

Góðar og heilsusamlegar vinnuaðstæður eru undirstaðan að ánægðu starfsfólki sem eykur ánægju gesta. Öll vinnusvæði eru hönnuð með það í huga að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks og stöðugt er leitað leiða til að auka þægindi. Matsalur starfsfólks er sérstaklega hannaður til að skapa þægilegt og afslappandi umhverfi með fjölbreyttu úrvali af næringarríku fæði.

Innan Bláa Lónsins er rekin öflug öryggisvaktstöð sem sinnir eftirliti með öllu athafnasvæði fyrirtækisins og tryggir öryggi gesta, starfsfólks, verktaka, eigna og bygginga allan sólarhringinn alla daga ársins. Með miðlægri vöktun og viðbragði styttist viðbragðstími og skilvirkni eykst í innri og ytri samskiptum í neyðarviðbrögðum.

Öflugur hópur laugargæslumanna er hluti af öryggisteymi Bláa Lónsins. Þeir sinna mikilvægu hlutverki við vöktun gesta í baðlónum á opnunartíma baðlóna.

Öryggi og velferð gesta og starfsfólks Bláa Lónsins eru ávallt í forgrunni í allri starfsemi fyrirtækisins. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru undirstaðan að því og má þar nefna fræðslu og þjálfun í öryggismálum og skyndihjálp; upplýsingagjöf til starfsfólks; reglulegar örverumælingar í lónum; áhættumat og umbætur; hönnun og skipulag upplifunarsvæða og öryggismerkingar.

Allt upplifunarferli gesta og störf starfsfólks eru áhættumetin með tilliti til öryggis, heilsu og umhverfis og viðeigandi stýringar innleiddar til að lágmarka slysahættu. Stýringarnar skila sér í hönnun og skipulagi upplifunarsvæða, þjálfun starfsfólks, öryggisreglum og upplýsingagjöf til gesta.

Helstu orsakir slysa 2020 mátti rekja til fallhættu vegna hálla yfirborða t.a.m. vegna bleytu eða íss. Fyrirtækið hefur orsakagreint þessi atvik, innleitt stýringar og farið í umbótaverkefni til að draga úr þessari áhættu og koma í veg fyrir að atvikin endurtaki sig.

Fyrirtækið hefur skilgreint, skráð og æft neyðarviðbrögð við helstu áhættum í rekstri. Stigveldi áhættustýringa er notað til að stýra og lágmarka áhættustig í rekstri eins og hægt er.

Til staðar eru kerfi til að skrá og bregðast við atvikum og eftirfylgni þeirra, miðlæg vöktun og viðbragð, viðhaldskerfi og tæknikerfi til að bregðast við bilunum og öðrum uppákomum allan sólarhringinn.

Meira um öryggismál og gæslu innan Bláa Lónsins

Fjölbreytileiki og jafnræði

Bláa Lónið vinnur hart að því að tryggja jafnrétti á meðal starfsfólks og hefur markað sér jafnréttisáætlun með það að markmiði að starfsfólk sé metið á eigin forsendum óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum. Konur jafnt sem karlar hafa aðgang að lausum störfum hjá fyrirtækinu og hafa jafna möguleika á stjórnunarstörfum.

Aldur

Kynjahlutfall

Bláa Lónið hlaut jafnlaunavottun, samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85, árið 2018. Það er fyrirtækinu mjög umlukið að samræmi sé gætt þvert á fyrirtækið og að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

Bláa Lónið fór í þriðju úttekt sína á jafnlaunakerfinu í upphafi árs 2021 og stóðst hana með mikilli prýði. Kynbundinn launamunur mældist undir vikmörkum eða 1,70%. Árið 2020 var farið í umbætur á jafnlaunakerfi Bláa Lónsins en starfaflokkum var fækkað um helming til þess að gefa áreiðanlegri samanburð á kynbundnum launamun.

2018 2019 2020
Launamunur kynjanna 0,76% 1,47% 1,70%
Skýringarhlutfall 95% 94,2% 94,9%

Start typing and press Enter to search