Viðurkenningar

„Á árinu 2020 bættist í verðlauna- og viðurkenningasafn Bláa Lónsins en það hlaut fern verðlaun viðurkenndra hönnunarsamtaka.”

IF design awards (Industry Forum )

Virt þýsk verðlaun sem hafa verið veitt frá árinu 1954 og eru afhent í Hannover ár hvert. Verðlaunin hlaut Retreat fyrir innanhússhönnun og sérstaklega fyrir lýsingu í herbergjum hótelsins, biophillic hönnun sem horfir til umhverfis og náttúru.

German Design Awards.

Virt þýsk verðlaun sem hafa verið veitt frá árinu 1964 af ráðuneyti hönnunarmála í Þýskalandi. Verðlaunin hlaut Retreat fyrir einstaka innanhússhönnun.

Compasso´doro. Gullni sirkillinn.

Virt ítölsk verðlaun sem eru veitt af ADI, ítölsku hönnunarsamtökunum. Þessi verðlaun þykja ein þau virtustu á Ítalíu og um heim allan. Verðlaunin hlaut Bláa Lónið fyrir hönnunarstefnu sína í gegnum tíðina. Þessi verðlaun eru veitt á þriggja ára fresti en ferlið er bæði langt og strangt.

AHEAD awards.

Alþjóðleg verðlaun sem AHEAD samtökin veita fyrir einstaka upplifunarhönnun í tengslum við hótel og veitingastaði. Bláa Lónið hlaut þessi verðlaun árið 2019 innan Evrópu fyrir Retreat sem besta upplifunarhótelið en á síðasta ári hlotnaðist Bláa Lóninu sá heiður að sigra í flokknum „Besti griðarstaðurinn“ á heimsvísu. Þá hafnaði Retreat í öðru sæti sem besta hótelið, úr öllum flokkum, á heimsvísu.

Bláa Lónið er afar stolt af þessum verðlaunum en auk þeirra hlaut félagið ýmsar viðurkenningar og verðlaun sem fagtímarit víðs vegar um heiminn standa að.

Þessi verðlaun eru hvatning til áframhaldandi góðra verka en einstök hönnun og upplifunarhönnun hefur verið aðalsmerki Bláa Lónsins í allri uppbyggingu í gegnum tíðina.

Start typing and press Enter to search